Bregðast strax við eineltismálum

Fjölbrautaskólinn við Ármúla í Reykjavík.
Fjölbrautaskólinn við Ármúla í Reykjavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort að vísa eigi stúlku úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla sem dró upp hníf á skólatíma í gær. Myndskeið sem náðist af atvikinu fór í kjölfarið í dreifingu. Skólameistari FÁ segir að málið sé í mjög formlegu ferli en hann stefnir á að ljúka því strax í næstu viku. 

„Það eru mjög skýrar reglur í kringum þetta, það eru náttúrulega landslög og annað slíkt. Öll mál eru könnuð, talað við vitni og málsatvik skráð og svo framvegis. Síðan eru viðkomandi kallaðir á fund og síðan kemur niðurstaða úr því máli,“ segir Magnús Ingvason, skólameistari FÁ, í samtali við mbl.is.

Skó kastað í nemandann

Á myndskeiðinu sem náðist af atvikinu sést hvernig stúlkan, sem er nemandi í skólanum, dreg­ur fram hníf eftir að hóp­ur nem­enda kast­ar skó í hana.

Aðspurður getur Magnús ekki svarað því hvort um eineltismál sé að ræða. Hann segir þó að ef grunur er um einelti í skólanum þá sé brugðist við því strax og reynt að uppræta það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka