Kynlífstækjaverslun nú orðin leikskóli

Ásýnd svæðisins er gjörbreytt eftir að nýr leikskóli hefur riskið.
Ásýnd svæðisins er gjörbreytt eftir að nýr leikskóli hefur riskið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýr leikskóli hefur risið á Kleppsvegi 150-152 fyr­ir Laug­ar­dal og hina nýju Voga­byggð. Þar var áður að finna margvíslega starfsemi, svo sem kynlífstækjaverslunin Adam og Evu og arkitektastofuna Arkís.

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í nóvember 2020 að kaupa húsnæði kynlífstækjaverslunarinnar Adam og Evu á Kleppsvegi og ráðast í endurgerð á reitnum.

Í þessu húsi við Kleppsveg 152 var um skeið rekin …
Í þessu húsi við Kleppsveg 152 var um skeið rekin kynlífstækjaverslun undir heitinu Adam og Eva mbl.is/Sigtryggur Sigtryggsson

Endurgerð byggingarinnar er tilnefnd til Grænu skóflunnar, sem er virt viðurkenning Grænni byggðar fyrir mannvirki sem byggt hefur verið með vistvænum og sjálfbærum áherslum.

Unnið er að BREEAM sjálfbærnivottun og er stefnt að því að endurgerð byggingarinnar hljóti þar einkunnina ‚Very good‘ en heildstætt og náttúrulegt útlit einkennir bygginguna.

Lokaframkvæmdir eru nú á leikskólanum sem hefur nú þegar hafið …
Lokaframkvæmdir eru nú á leikskólanum sem hefur nú þegar hafið starfsemi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Leikskólinn var byggður með vist­væn­um og sjálf­bær­um áhersl­um.
Leikskólinn var byggður með vist­væn­um og sjálf­bær­um áhersl­um. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Miklum fjármunum hefur verið varið í verkefnið en Reykjavíkurborg keypti fasteignirnar á Kleppsvegi 150 og 152 á samtals rúmlega 642 milljónir króna. Kostnaðaráætlun við uppbyggingu leikskólans við Kleppsveg hljóðaði upp á rúmar 837 milljónir en Þarfaþing átti lægsta tilboðið sem var 110% af kostnaðaráætlun eða 927.073,459.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert