Ökumaður var stöðvaður í reglubundnu eftirliti. Við samtal vaknaði grunur um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá fundust fíkniefni á honum og í bifreiðinni og er maðurinn grunaður um sölu fíkniefna. Hann gistir fangageymslu en einnig þarf að rannsaka meinta ólöglega dvöl innan Schengen-svæðisins.
Tilkynnt var um ágreining og ölvunarástands manns og konu á almannafæri. Þau héldu leiðar sinnar eftir samtal við lögreglu. Ekki var talin ástæða til frekara inngrips, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Tilkynnt var um þjófnað úr matvöruverslun og var málið afgreitt á staðnum.
Ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og var hann sviptur ökuréttindum.
Tilkynnt var um ölvaða konu að trufla umferð í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði og Garðabæ. Hún fannst ekki þegar lögreglan kom á vettvang.
Lögreglunni barst einnig tilkynning um þjófnað úr bifreið í umdæmi lögreglunnar í Kópavogi og Breiðholti.