Ólafur Ragnar Grímssson, fyrrverandi forseta Íslands, verður hinn 30. september næstkomandi gerður heiðursdoktor við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. Í tilefni af veitingu nafnbótarinnar verður við skólann haldið málþing undir yfirskriftinni Háskólar, lýðræði og norðurslóðir – breytt heimsmynd. Málþingið fer fram fyrrnefndan dag frá kl. 10-15.
Þar munu Guðni Th. Jóhannesson, núverandi forseti Íslands, og aðrir fræðimenn fjalla um og eiga orðastað við Ólaf Ragnar um mikilvæga málaflokka þar sem hann hefur látið að sér kveða. Í framhaldi af málþinginu fer fram formleg athöfn þar sem Ólafur Ragnar verður gerður heiðursdoktor.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.