Ruddist inn í svefnherbergi konu

Héraðsdómur Austurlands.
Héraðsdómur Austurlands. mbl.is/Gúna

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt tvítugan karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 150 þúsund króna í miskabætur fyrir að hafa ruðst heimildarlaust inn í kjallaraíbúð á heimili konu, spennt upp glugga á þvottahúsi þar sem hann fór inn í svefnherbergi hennar.

Þar svaf konan en hún hafði vaknað upp við að hundurinn hennar gelti þegar maðurinn kom inn í íbúðina.

Ákæran var gefin út í málinu 22. júní síðastliðinn.

Maðurinn, sem var undir áhrifum áfengis, játaði sök fyrir dómi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert