„Sama gamla stjórnin“

Logi Einarsson skaut föstum skotum á Vinstri græna í kvöld.
Logi Einarsson skaut föstum skotum á Vinstri græna í kvöld. Skjáskot/Rúv

Logi Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar, gerði Vinstri græna að um­tals­efni í umræðum um stefnuræðu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra í kvöld, og taldi flokk­inn hafa lít­il völd í stjórn­ar­sam­starf­inu.

Rifjaði hann upp þegar Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra, sagði á flokks­ráðsfundi Vinstri grænna í lok ág­úst að hann vildi sjá aðra rík­is­stjórn á næsta kjör­tíma­bili.

Mik­il­væg verk­efni hrann­ist upp

„Fyr­ir síðustu kosn­ing­ar tókst rík­is­stjórn­ar­flokk­un­um að höfða til ör­ygg­isþarfar í kjöl­far covid og þreytu á stjórn­mál­um al­mennt og út­kom­an er sama gamla stjórn­in,“ sagði Logi í byrj­un ræðu sinn­ar og hélt áfram:

„Útkom­an er sama gamla stjórn­in sem eng­um finnst bein­lín­is vond en en eng­um finnst held­ur koma miklu í verk og held­ur sér í horf­inu. Á meðan hrann­ast mik­il­væg verk­efni upp. Það er nefni­lega ekki alltaf best að kjósa óbreytt óstand,“ sagði Logi. Tel­ur hann að Vinstri græn­ir hafi lít­il völd í stjórn­ar­sam­starf­inu.

„Í skjóli meintr­ar valda­stöðu Vinstri grænna kyng­ir flokk­ur­inn lækk­un veiðigjalda, öm­ur­legri út­lend­inga­stefnu, brot­hættu vel­ferðar­kerfi, ómark­vissri byggðastefnu, vafa­söm­um embættisveit­ing­um og metnaðarleysi í loft­lags­mál­um,“ sagði Logi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert