Samkaup kærir ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins

Samkaup vill selja Lucky Charms morgunkornið áfram og hefur kært …
Samkaup vill selja Lucky Charms morgunkornið áfram og hefur kært ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Samkaup kærði ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um sölustöðvun á Lucky Charms morgunkorni í verslunum Samkaupa í Reykjavík, þar með talinni netverslun, frá og með 15. júní.

Til stuðnings um sölustöðvun vísaði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur til almennrar yfirlýsingar sem framleiðandi morgunkornsins, General Mills, gaf frá sér í mars 2021. Í þeirri yfirlýsingu kom fram að hann gæti ekki lengur dreift Lucky Charms til Íslands vegna breytinga á uppskrift morgunkornsins sem stangist á við löggjöf ESB og EES.

Í kærunni sem Samkaup sendir frá sér kemur jafnframt fram að umrædd ákvörðun hafi verið verulega íþyngjandi fyrir kæranda. Þá kemur jafnframt fram að í slíkum tilvikum væru gerðar meiri kröfur til málsmeðferðar stjórnvalds og að Heilbrigðiseftirlitið gæti ekki sinnt rannsóknarskyldu þeirri sem á eftirlitinu hvíli.

Þá væri aðeins væri vísað til meira en ársgamalla yfirlýsinga frá General Mills og Nathan&Olsen. Auk þess var ekki með neinum hætti tilgreint hvort og þá hvaða innihaldsefni morgunkornsins Heilbrigðiseftirlitið teldi ólögmæt eða gegn hvaða reglum hefði verið brotið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert