Sóknarprestur braut af sér í starfi

Þjóðkirkjan segir að hún hafni allri ofbeldismenningu og standi ávallt …
Þjóðkirkjan segir að hún hafni allri ofbeldismenningu og standi ávallt með þolendum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Teymi þjóðkirkjunnar hefur lokið störfum vegna máls er varðar kvartanir vegna sóknarprests í Þjóðkirkjunni.

Niðurstaða teymis þjóðkirkjunnar er að sóknarpresturinn hafi í tíu tilvikum orðið uppvís að háttsemi sem stríði gegn ákvæðum 3. gr. EKKO rg. (sem stendur fyrir einelti, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni, ofbeldi) auk þess sem teymið metur háttsemi sóknarprestins í orði og athöfnum, eins og henni hefur verið lýst, ósæmilega, óhæfilega og ósamrýmanlega starfi hans sem sóknarprests.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni. 

Uppvís að orðbundinni kynferðislegri áreitni

Í tveimur tilvikum metur teymið háttsemi sóknarprestsins svo að sóknarpresturinn hafi orðið uppvís að orðbundinni kynferðislegri áreitni gagnvart tveimur þolendum.

Í þremur tilvikum metur teymið að sóknarpresturinn hafi orðið uppvís að orðbundinni kynbundinni áreitni gagnvart tveimur einstaklingum.

Áforma að veita prestinum skriflega áminningu

Sóknarpresturinn hefur látið af störfum við prestakallið. Áformað er að veita prestinum skriflega áminningu að sögn Þjóðkirkjunnar.

„Þjóðkirkjan mun tryggja að það góða starf sem byggt hefur verið upp í prestakallinu verði áfram við lýði og þeim sem það sækja til blessunar. Þjóðkirkjan harmar þann sársauka sem þolendur hafa upplifað. Þjóðkirkjan hafnar allri ofbeldismenningu og stendur ávallt með þolendum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert