Uppstokkun ráðuneytanna til góðs

Innviðaráðherra telur kerfið hafa staðið af sér álag vegna faraldursins.
Innviðaráðherra telur kerfið hafa staðið af sér álag vegna faraldursins. Skjáskot/Alþingi

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að með breytingum sem gerðar voru á ráðuneytum eftir síðustu kosningar, þar á meðal innviðaráðuneyti, hafi náðst betri yfirsýn yfir mál á borð við húsnæðismálin.

„Veigamikil breyting fólst í því að undir nýtt innviðaráðuneyti heyra nú húsnæðismál, skipulagsmál, samgöngumál, sveitarstjórnarmál og byggðamál,“ sagði hann. Í sumar undirritaði ráðherra ásamt formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga rammasamning um húsnæðisuppbyggingu.

„Í gær hleyptum við formlega af stokkunum næstu lotu sem felur í sér samtal og samningsgerð við einstaka sveitarfélög. Í þessu starfi sem fjölmargir hagaðilar hafa komið að þá má segja að hafi orðið til sannkallað þjóðarátak í uppbyggingu húsnæðis. Enda ekki vanþörf á því við finnum öll hvernig skortur á húsnæði hefur valdið miklum hækkunum, bæði á húsnæði og ekki síður á vöxtum,“ sagði innviðaráðherraog bætti við að sú vinna sem sé hafin í húsnæðisuppbyggingu marki tímamót.

Þá vakti Sigurður athygli á því í ræðu sinni að kerfi hafi staðist álagið sem fylgdi heimsfaraldrinum. „En það tekur tíma að ná fullum styrk að nýju. Heilbrigðiskerfið okkar með öllu því magnaða fólki sem þar starfar í lækningum og umönnun sýndi styrk sinn og fyrir það erum við þakklát. Faraldurinn tók á okkur öll,“ sagði hann. 

Innviðaráðherra sagði þá náttúruna bera ábyrgð á stóran hluta af lífsgæðum hér á landi og Íslendingar séu lánsamir með sín

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert