Úthluta 380 milljónum til 25 fjölmiðla

Málefni fjölmiðla heyra undir Lilju Alfreðsdóttur.
Málefni fjölmiðla heyra undir Lilju Alfreðsdóttur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samtals verður 380 milljónum úthlutað til 25 einkarekinna fjölmiðla í ár, en úthlutunarnefnd um úthlutun rekstrarstuðnings við þá fjölmiðla hefur lokið störfum í ár. Þremur umsóknum var hafnað, en þær uppfylltu ekki öll skilyrði rekstrarstuðnings Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Fjölmiðlanefndar.

Samtals var sótt um 917,5 milljónir og nemur úthlutunin því um 41,4% af heildar umsóknum.

Rekstrarstuðningur við einkarekna fjölmiðla getur að hámarki verið 25% af stuðningshæfum rekstrarkostnaði fjölmiðla. Endanlegt hlutfall ræðst einnig af umfangi og fjölda umsókna, en heildarupphæð til úthlutunar var 384,3 milljónir. Frá því dregst hins vegar kostnaður vegna umsýslu, auglýsinga, þóknunar fyrir störf úthlutunarnefndar o.fl. sem var um 0,87% af heildarfjárhæð eða 3,3 milljónir.

Hæstu styrkina hljóta útgáfufélögin Árvakur hf., Sýn hf. og Torg ehf., samtals 66,77 milljónir hvert. Árvakur er útgáfufélag mbl.is, Morgunblaðsins og K100, undir Sýn heyra Stöð 2, visir.is, Bylgjan og fleiri útvarpsstöðvar og Torg gefur út Fréttablaðið og heldur úti samnefndum vef.

Styrkirnir í ár eru eftirfarandi:

  • Árvakur hf. 66.767.227 kr.
  • Birtíngur útgáfufélag ehf.  13.207.817 kr.
  • Bændasamtök Íslands 16.756.577 kr.
  • Elísa Guðrún ehf.  3.707.875 kr.
  • Eyjasýn ehf. 1.914.776 kr.
  • Fótbolti ehf.  5.744.382 kr.
  • Fröken ehf. 5.814.742 kr.
  • Hönnunarhúsið ehf. 997.180 kr.
  • Kjarninn miðlar ehf. 14.519.325 kr.
  • Leturstofan Vestmannaeyjum ehf. 1.452.776 kr.
  • MD Reykjavík ehf. 4.642.775 kr.
  • Myllusetur ehf. 25.012.660 kr.
  • N4 ehf. 20.713.191 kr.
  • Nýprent ehf. 4.249.793 kr.
  • Prentmet Oddi ehf. 2.412.119 kr.
  • Skessuhorn ehf. 9.336.785 kr.
  • Sólartún ehf. 10.489.583 kr.
  • Steinprent ehf. 1.632.473 kr.
  • Sýn hf. 66.767.227 kr.
  • Torg ehf. 66.767.227 kr.
  • Tunnan prentþjónusta ehf. 2.117.748 kr.
  • Útgáfufélag Austurlands ehf. 3.660.962 kr.
  • Útgáfufélagið ehf.  4.306.578 kr.
  • Útgáfufélagið Stundin ehf. 22.273.029 kr.
  • Víkurfréttir ehf. 5.697.371 kr.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert