Vann 50 milljónir króna

Dyggur miðaeigandi á besta aldri vann 50 milljónir króna í Happdrætti Háskóla Íslands þegar dregið var í gærkvöldi.

Númer hins heppna miðaeiganda kom upp þegar dregið var í Milljónaveltunni, sem var fimmföld, og fær hann því 50 skattfrjálsar milljónir lagðar inn á reikninginn sinn í vikunni, að því er segir í tilkynningu.

Fjöldi annarra miðaeigenda datt í lukkupottinn. Þar má helst nefna miðaeiganda sem fékk 500 þúsund króna vinning en þar sem hann er með trompmiða (fimmfaldan) fær hann 2,5 milljónir króna í sinn hlut.

Þá fengu sex miðaeigendur eina milljón króna hver og tólf fengu hálfa milljón króna hver.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert