Búið að eyða torkennilega hlutnum

Frá vettvangi á Selfossi.
Frá vettvangi á Selfossi. mbl.is/Sigmundur

Búið er að eyða torkennilega hlutnum sem fannst á Selfossi í morgun. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir þetta við mbl.is.

Hann gat ekki staðfest hvort um sprengju hafi verið að ræða.

Samkvæmt heimildum mbl.is var torkennilegi hluturinn flaska sem talin var vera sprengjuhætta af.

Fram kom í tilkynningu frá lögreglunni fyrr í morgun að hún hafi fengið til­kynn­ingu um tor­kenni­leg­an hlut sem dreng­ir hefðu vasast með við gatnamót Tryggvagötu og Engjavegar. Sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra var kölluð á vett­vang.

Vest­ur­hluta skóla­lóðar við Tryggvagötu var lokað vegna mögu­legr­ar sprengju­hættu.

Viðbúnaður var mikill á Selfossi.
Viðbúnaður var mikill á Selfossi. mbl.is/Sigmundur

Lögreglan á Suðurlandi sendi í fyrradag frá sér tilkynningu um að henni hafi að undanförnu borist tilkynningar um heimatilbúnar sprengjur þar sem notast sé við ætandi efni ásamt öðrum efnum við gerð þeirra. 

Lögreglan biðlaði til foreldra að fylgjast með hvort börn þeirra séu að meðhöndla slík efni og að þair ræði við þau um mögulega skaðsemi heimatilbúinna sprengja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka