Getur skapað verðskrið

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB.
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. mbl.is/Árni Sæberg

Run­ólf­ur Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags ís­lenskra bif­reiðaeig­enda, seg­ir fyr­ir­hugaðar skatta­hækk­an­ir á raf­bíla munu hafa mik­il áhrif á eft­ir­spurn.

„Þegar svona breyt­ing­um er slengt fram með litl­um fyr­ir­vara skap­ast ein­hvers kon­ar gull­grafara­til­finn­ing hjá mörg­um. Það er gríðarleg eft­ir­spurn eft­ir raf­bíl­um í augna­blik­inu og end­ur­sölu­markaður­inn hef­ur tekið kipp. Það er lítið fram­boð og verðskrið og ekki ólík­legt að þessu inn­flutn­ingsþaki verði náð fyrr en seinna,“ seg­ir Run­ólf­ur og vís­ar til þess að niður­fell­ing gjalda verði af­lögð þegar skráðir hafa verið 20 þúsund raf­bíl­ar.

Gjald­taka af raf­bíl­um hef­ur verið í umræðunni eft­ir að fjár­laga­frum­varp var kynnt í byrj­un vik­unn­ar.

Get­ur munað millj­ón­um króna

Friðbert Friðberts­son for­stjóri Heklu seg­ir fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar skapa óvissu fyr­ir kaup­end­ur jafnt sem inn­flytj­end­ur raf­bíla. Að óbreyttu muni þeir sem verða röng­um meg­in tíma­mark­anna þurfa að greiða 2-3 millj­ón­um hærra verð.

Sam­tím­is þess­um vend­ing­um fer fram mik­il upp­bygg­ing á innviðum fyr­ir raf­bíla.

Olís og Ísorka hafa und­ir­ritað sam­starfs­samn­ing um upp­bygg­ingu á neti hraðhleðslu­stöðva sem staðsett­ar verða á af­greiðslu­stöðvum Olís. Munu þær m.a. þjóna ferðamönn­um, inn­lend­um sem er­lend­um.

Fram kem­ur á viðskipt­asíðu Morg­un­blaðsins í dag að stefnt sé að því að setja upp 20 stöðvar inn­an tveggja ára. Rætt er við Sig­urð Ástgeirs­son fram­kvæmda­stjóra Ísorku, sem seg­ir fyr­ir­tækið reka rúm­lega tvö þúsund hleðslu­stöðvar fyr­ir raf­bíla. Hrein­ir raf­bíl­ar eru nú sölu­hæst­ir nýrra fólks­bíla. 

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert