Leggja fram kröfur í næstu viku

Kristján Þórður Snæbjarnarson.
Kristján Þórður Snæbjarnarson. mbl.is/Sigurður Bogi

Fyrsti formlegi samningafundur samflots iðnaðarmannafélaga og Samtaka atvinnulífsins (SA) vegna komandi kjarasamninga verður í næstu viku. Þar verður farið yfir kröfugerð félaganna sem þá verður birt, að sögn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar, formanns Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) og forseta Alþýðusambands Íslands (ASÍ).

Auk RSÍ eru í samflotinu Byggiðn, FIT, MATVÍS, VM og Samiðn. Flest félög iðnaðarmanna eru búin að skrifa undir viðræðuáætlun við SA.

„Uppleggið er að það verði sameiginleg kröfugerð fyrir allan hópinn, þó að mögulega geti hvert félag gert sérkröfur,“ segir Kristján. En hvað verður sett á oddinn?

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert