Möguleg sprengjuhætta á Selfossi

Viðbúnaður vegna sprengju á Selfossi.
Viðbúnaður vegna sprengju á Selfossi. mbl.is/Sigmundur

Lögreglan hefur lokað vesturhluta skólalóðar við Tryggvagötu á Selfossi vegna mögulegrar sprengjuhættu.

Grunur leikur á um að sprengja liggi á götunni á gatnamótum Tryggvagötu og Engjavegar. Þetta kemur fram í pósti sem barst foreldrum í Vallaskóla í bænum frá skólastjórnendum.

Frá vettvangi á Selfossi.
Frá vettvangi á Selfossi. mbl.is/Sigmundur

„Við höfum beðið alla starfsmenn og nemendur í Valhöll og Ú stofum að halda sig inni á meðan sprengjudeild athafnar sig. Ekki er talin þörf á að rýmingu skólans eða að nemendur séu sendir heim. Við munum upplýsa ykkur um stöðuna þegar nánari upplýsingar liggja fyrir,“ segir í póstinum.

mbl.is/Sigmundur
Vallaskóli á Selfossi.
Vallaskóli á Selfossi. mbl.is/Sigurður Bogi

Torkennilegur hlutur

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi að hún hafi fengið tilkynningu um torkennilegan hlut sem drengir hefðu vasast með við umrædd gatnamót. Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur verið kölluð á vettvang.

„Við athugun lögreglu þykir rétt að meðhöndla hlutinn af varkárni og því var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til með búnað til að leysa verkefnið.  Á meðan unnið er að úrlausn er vettvangur lokaður og bæði Engjavegur og Tryggvagata þar með í allt að 100 metra fjarlægð frá gatnamótunum. Ekki er talið að fólki stafi hætta af hlutnum nú eftir að vettvangi hefur verið lokað. Nánari upplýsingar verða veittar eftir að aðgerðum lýkur,” segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert