Nýtt Kringlubíó opnar út á matartorgið

Endurbætur á Sambíóunum Kringlunni standa yfir um þessar mundir.
Endurbætur á Sambíóunum Kringlunni standa yfir um þessar mundir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Endurbætur á Sambíóunum Kringlunni standa yfir um þessar mundir en farið var í framkvæmdir í síðasta mánuði.

Á vefsíðu Sambíóanna segir að um metnaðarfullar framkvæmdir sé að ræða samhliða breytingum á þriðju hæð.

Veitingasalan mun ná út á matartorgið.
Veitingasalan mun ná út á matartorgið. Teikning/Aðsend

„Þriðja hæðin er að breytast í Kringlunni og bíóið í leiðinni. Það er verið að breyta öllu anddyrinu og opna meira inn í verslunarmiðstöðina sjálfa með okkar þjónustu.

Þjónustan okkar er að fara út á matartorgið á þriðju hæðinni og fólk getur þá verslað gjafakort og annað og fengið sér popp og nachos án þess að fara í bíó,“ segir Alfreð Ásberg Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna.

Kringlubíó opnar aftur í október með nýju útliti.
Kringlubíó opnar aftur í október með nýju útliti. Teikning/Aðsend

Alfreð segir að bíóið verði opnað aftur einhvern tíma um miðjan október, en einnig verður nýr Lúxus VIP salur vígður í desember.

Á vefsíðu Sambíóanna segir að salurinn verði „sá allra glæsilegasti á landinu, útbúinn fullkomnustu hljóð- og myndkerfum sem völ er á“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert