Skjólstæðingum Frúar Ragnheiðar fjölgar

Heimsóknum fjölgar einnig.
Heimsóknum fjölgar einnig.

Heimsóknum í Frú Ragnheiði á Akureyri hefur fjölgað mikið á árinu. Alls hafa 262 heimsóknir verið skráðar frá ársbyrjun, sem er um 70 fleiri en á öllu síðasta ári. 

Skjólstæðingum Frú Ragnheiðar fjölgar einnig á milli ára og eru nú orðnir 32, sem er um 40% fleiri en miðað við í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Berglind Júlíusdóttir og S. Edda Ásgrímsdóttir, hópstjórar úrræðisins, telja aukninguna ekki stafa af aukinni vímuefnanotkun, fremur sé skýringin sú að skjólstæðingar beri aukið traust til úrræðisins og auk þess hafi þjónustan verið efld. 

Frú Ragnheiður er skaðaminnkandi úrræði Rauða krossins fyrir fólk sem notar vímuefni í æð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert