Stór jólatónleikatörn farin af stað

Emmsjé Gauti verður með sína árlegu jólatónleika í Háskólabíói.
Emmsjé Gauti verður með sína árlegu jólatónleika í Háskólabíói. mbl.is/Árni Sæberg

Tónlistarfólk hefur mátt þola miklar búsifjar síðustu tvö ár vegna kórónuveirunnar. Hin mikla útgerð sem verið hefur í kringum jólatónleika tók á sig mikið högg og lagðist í sumum tilvikum af. Nú blása hins vegar aðrir vindar um héruð, veiran er á bak og burt og ljóst virðist að stór vertíð sé í uppsiglingu.

„Það þarf að selja þessa tónleika með góðum fyrirvara,“ segir Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Tix miðasölu, þegar hún er spurð um miðasölu á jólatónleika sem nú er auglýst víða. Enn er sumar í margra augum og því eilítið ankannalegt að horfa til afþreyingar um jólin. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert