Átján ára drengur var stunginn þrisvar með hníf síðdegis í gær í undirgöngum við Sprengisand í Reykjavík.
Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu við fréttastofu Rúv.
Drengurinn var fluttur á gjörgæslu þar sem hann gekkst undir aðgerð og er hann ekki talinn í lífshættu.
Heimildir fréttastofu Rúv herma að drengurinn sem ráðist var á, sé þroskaskertur. Hann hafi verið á leið á íþróttaæfingu þegar ráðist var hann og reyndi árásarmaðurinn að hafa af honum hjól.
Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn og úrskurðaður í síbrotagæslu til 12. október.