Styður Ragnar og sækist eftir embætti á þinginu

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness og Starfs­greina­sam­bands­ins, hyggst bjóða sig fram til að verða 3. vara­for­seti Alþýðusam­bands Íslands á kom­andi þingi sam­bands­ins sem fer fram í lok októ­ber.

Hann styður Ragn­ar Þór til að gegna embætti for­seta ASÍ, en í morg­un var greint frá því að Ragn­ar ætli að bjóða sig fram.

Aldrei borið skugga á

„Við höf­um unnið þétt sam­an, ég og Ragn­ar Þór, í gegn­um árin og aldrei borið skugga þar á enda gegn­heill og heiðarleg­ur bar­áttumaður fyr­ir hags­mun­um ís­lensks launa­fólks,“ seg­ir í færslu Vil­hjálms á face­booksíðu hans.

„Ég hef sjálf­ur til­kynnt að ég muni bjóða mig fram sem 3. vara­for­seta Alþýðusam­bands Íslands á þing­inu og ég mun klár­lega styðja Kristján Þórð formann RSÍ sem 1. vara­for­seta ASÍ en hann hef­ur nú þegar til­kynnt að hann muni bjóða sig fram í það embætti.“

Færsla Vil­hjálms í heild sinni:

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert