Styður Ragnar og sækist eftir embætti á þinginu

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins, hyggst bjóða sig fram til að verða 3. varaforseti Alþýðusambands Íslands á komandi þingi sambandsins sem fer fram í lok október.

Hann styður Ragnar Þór til að gegna embætti forseta ASÍ, en í morgun var greint frá því að Ragnar ætli að bjóða sig fram.

Aldrei borið skugga á

„Við höfum unnið þétt saman, ég og Ragnar Þór, í gegnum árin og aldrei borið skugga þar á enda gegnheill og heiðarlegur baráttumaður fyrir hagsmunum íslensks launafólks,“ segir í færslu Vilhjálms á facebooksíðu hans.

„Ég hef sjálfur tilkynnt að ég muni bjóða mig fram sem 3. varaforseta Alþýðusambands Íslands á þinginu og ég mun klárlega styðja Kristján Þórð formann RSÍ sem 1. varaforseta ASÍ en hann hefur nú þegar tilkynnt að hann muni bjóða sig fram í það embætti.“

Færsla Vilhjálms í heild sinni:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert