Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur varað við vefveiðum sem lýsir sér þannig að fólki berst tölvupóstur í nafni Símans, en er í raun frá tölvuþrjótum á höttunum eftir kortaupplýsingum.
Í póstinum er reynt að telja fólki trú um að síðasti símreikningur verið tvírukkaður. Smelli það á meðfylgjandi hlekk og gefi upp kortaupplýsingar eigi það von á endurgreiðslu. Ef ekki sé smellt á hlekkinn innan 12 klukkustunda verði engin endurgreiðsla gefin.
Umræddur póstur er þó alls ekki frá Símanum, þrátt fyrir að svo megi virðast í fljótu bragði.
„Glæpamennirnir beita hefðbundinni aðferð, stela einkennismerkjum og setja tímapressu á þau sem á að svindla á,“ segir í færslu Lögreglunnar þar sem fólk er jafnframt hvatt til að varast sambærileg svindl.