Spáð er fremur hægri breytilegri átt í dag og víða verður léttskýjað, en líkur eru á þokulofti við norðurströndina. Þykknar upp syðst í kvöld.
Vestan og suðvestan 3-10 m/s verða á morgun. Skýjað og sums staðar smá væta, en bjartviðri suðaustantil.
Hiti verður á bilinu 4 til 12 stig í dag, hlýjast sunnantil, en heldur hlýrra á morgun.