Ákærður fyrir nauðgun í bifreið

Það er embætti héraðssaksóknara sem hefur gefið út ákæru í …
Það er embætti héraðssaksóknara sem hefur gefið út ákæru í málinu. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir að hafa nauðgað og hótað konu lífláti í bifreið í október í fyrra.

Samkvæmt ákæru málsins er maðurinn sakaður um að hafa hótað konunni lífláti og líkamsmeiðingum og svo lagst ofan á hana í farþegasæti bifreiðarinnar, tekið af henni síma og slegið hana í nokkur skipti í andlitið og komið vilja sínum fram.

Kemur fram að á meðan þessu stóð hafi konan ítrekað bæði með orðum og athöfnum reynt að fá manninn til að láta af háttsemi sinni og kallað eftir hjálp.

Fer ákæruvaldið fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar, en konan fer fram á miskabætur upp á 4 milljónir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert