„Ákveðið sanngirnismál“

Karl segir þetta sanngirnismál.
Karl segir þetta sanngirnismál. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karl Björns­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, seg­ir það ánægju­legt að frum­varp um breyt­ingu á lög­um um tekju­skatt sé á þing­mála­skrá.

Sam­bandið hef­ur lengi bent á það að þeir sem lifa ein­göngu á fjár­magn­s­tekj­um borgi ekki út­svar til sveit­ar­fé­laga.

„Við erum búin að benda á þetta lengi að það sé í raun og veru mis­ræmi í þessu, að þeir sem fá launa­tekj­ur borga sitt út­svar til sveit­ar­fé­laga en þeir sem lifa ein­göngu á fjár­magn­s­tekj­um nýta sér þjón­ustu sveit­ar­fé­laga en greiða ekk­ert. Þetta er ákveðið sann­girn­ist mál,“ seg­ir hann.

Karl seg­ir út­færsl­una verða flókna en mik­il­vægt sé að stíga skrefið.

„Þetta verður flókið út­færa þetta. En þetta verður spenn­andi verk­efni og við erum til­bú­in að taka þátt í því að þróa það.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert