Árásarmaðurinn fullorðinn einstaklingur

Árásarmaðurinn er eldri en átján ára.
Árásarmaðurinn er eldri en átján ára. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Árásarmaðurinn sem stakk 18 ára dreng þrisvar með hníf síðdegis í gær í undirgöngum við Sprengisand í Reykjavík, er fullorðinn einstaklingur. 

Þetta staðfest­ir Mar­geir Sveins­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu.

Samkvæmt heimildum Rúv var strákurinn sem ráðist var á greindur með þroskaskerðingu. Hann var fluttur á gjörgæslu þar sem hann undirgekkst aðgerð en að sögn Margeirs er hann ekki í lífshættu. 

Á leið á íþróttaæfingu

Drengurinn var á leið á íþróttaæfingu þegar ráðist var á hann og reyndi árásarmaðurinn að hafa af honum hjól.

Hann hefur nú verið handtekinn og úrskurðaður í síbrotagæslu til 12. október.

Ekki var hægt að veita nánari upplýsingar um málið að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert