Maður var vistaður í fangageymslu eftir áreitni í garð kvenna í miðbæ Reykjavíkur. Hann var einnig í mjög annarlegu ástandi og var því látinn gista fangageymslu.
Tilkynnt var um ölvaðan mann að ónáða gesti á veitingastað. Hann var farinn þegar lögregla kom á vettvang.
Einnig barst tilkynning um fólk að tjalda þar sem ekki má tjalda. Fólkið fannst ekki.
Lögregla hafði afskipti af konu í annarlegu ástandi sem hafði skemmt bifreið. Rætt var við málsaðila og allt liggur ljóst fyrir í málinu, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Ökumaður var sektaður fyrir að aka á 110 km hraða þar sem hámarkshraði er 80 km/klst.
Tilkynnt var um skemmdarverk á þremur bifreiðum í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði og Garðabæ. Málið er í rannsókn.
Einnig var tilkynnt um skemmdarverk við skóla þar sem leiktæki var skemmt. Málið telst upplýst.
Í umdæmi lögreglunnar í Kópavogi og Breiðholti var maður handtekinn vegna gruns um vörslu og sölu fíkniefna. Efni og fjármunir voru haldlagðir og er málið í rannsókn.