„Þetta er birtingarmynd þess að á Íslandi, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, er fjöldinn allur af heimilislausu fólki,“ segir Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun og einn stofnenda Matthildar, samtaka um skaðaminnkun á Íslandi.
Sagt var frá því í Morgunblaðinu á dögunum að í Öskjuhlíð hefði mátt finna tjaldbúðir hvar heimilislausir vímuefnaneytendur höfðust við. Í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn blaðsins kom fram að brugðist væri við ábendingum um þess háttar tjaldbúðir og fólki sem þar hefst við gefinn sólarhringur til að koma sér annað. Sé ekki orðið við því er kallað á lögreglu.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.