Eldur kviknaði í vinnuvél í Straumsvík

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. Árni Sæberg

Tilkynnt var um eld í álverinu í Straumsvík um sexleytið í gær. Eldur kviknaði í vinnuvél en búið var að slökkva eldinn að mestu þegar lögregla og slökkvilið kom á vettvang.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var búið að slökkva eldinn að mestu um 15 mínútum eftir að útkallið barst. Starfsmenn álversins fóru með vinnuvélina út. Þar slökkti slökkviliðið í glæðum og kældi vélina.

Tækið er ónýtt en ekkert annað skemmdist í álverinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert