Fyrrverandi fangar í gluggum Hegningarhússins

Hegningarhúsið skartar nú fyrrverandi gestum sínum í gluggunum.
Hegningarhúsið skartar nú fyrrverandi gestum sínum í gluggunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ef gengið er fram hjá Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg 9 má sjá myndir í gluggunum á framhlið hússins, af mönnum sem hafa ófrjálsir gist húsið, sem var fangelsi í um 144 ár. Myndirnar eru hluti af myndlistarsýningunni Ljós í steini en hún samanstendur af 24 portrettmyndum.

„Ég var á gangi um Skólavörðustíginn og horfði á þetta fallega og virðulega hús. Það voru dagblöð í gluggunum enda framkvæmdir í gangi á vegum Minjaverndar. Ég tók eftir því að formið á gluggunum minnir dálítið á kirkjuglugga,“ segir Sverrir Sigurjón Björnsson, höfundur listaverksins.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka