„Maður fær bara í magann við að sjá þessar hækkanir. Þetta verður ekki auðvelt fyrir almenning,“ segir Fanney Hauksdóttir, eigandi verslunarinnar Kauptúns á Vopnafirði.
Fanney birti í vikunni pistil til viðskiptavina verslunarinnar á Facebook-síðu hennar til að vara við yfirvofandi verðhækkunum. Fyrir það fyrsta hækkar verð á mjólkurvörum um 3-4% og er það í annað sinn á þessu ári sem það gerist. Þá hækkar verð kjötvöru umtalsvert, eða um 10-27%.
Fanney kveðst hafa þurft að leita staðfestingar frá birgjum sínum um að tölurnar væru réttar, hún trúði því vart. Sú staðfesting barst fljótt og vel.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.