Ingvar nýr aðstoðarmaður Jóns

Ingvar S. Birgisson.
Ingvar S. Birgisson. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Ingvar S. Birg­is­son hef­ur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóns Gunn­ars­son­ar dóms­málaráðherra.

Ingvar er með B.A. próf frá laga­deild Há­skóla Íslands, lauk þar meist­ara­prófi í lög­fræði árið 2018 og fékk rétt­indi fyr­ir héraðsdómi árið 2019, að því er seg­ir á vef ráðuneyt­is­ins. 

Ingvar var blaðamaður á Morg­un­blaðinu á ár­un­um 2014-2016, var full­trúi hjá Nordik lög­fræðiþjón­ustu 2016-2019 og hjá Íslensku lög­fræðistof­unni frá ár­inu 2019. Á þessu ári sett­ist hann í stjórn Rík­is­út­varps­ins ohf.

Ingvar var formaður Heimdall­ar, fé­lags ungra sjálf­stæðismanna í Reykja­vík árin 2013-2015 og formaður Sam­bands ungra sjálf­stæðismanna frá 2017-2019.

Ingvar mun starfa við hlið Brynj­ars Ní­els­son­ar sem aðstoðarmaður og hann kem­ur í stað Teits Björns Ein­ars­son­ar sem hverf­ur til starfa sem aðstoðarmaður rík­is­stjórn­ar­inn­ar, seg­ir enn­frem­ur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert