Líklegt að óhreinsað skólp fari út í sjó

Hreinsistöðin við Klettagarða.
Hreinsistöðin við Klettagarða. Ljósmynd/Aðsend

Í næstu viku hefja Veitur framkvæmdir í hreinsistöð skólps við Klettagarða. Kominn er tími til að endurnýja búnað svo auka megi rekstraröryggi stöðvarinnar. Áætlað er að verkið taki 6-7 vikur og á meðan á því stendur aukast líkur á þvi að hleypa þurfi óhreinsuðu skólpi um neyðarlúgur í sjó, einkum í vætutíð.

Þetta kemur fram í tilkynningu fra Veitum.

Hægt er að fylgjast með stöðu neyðarlúga dælu- og hreinsistöðva fráveitu Veitna á Fráveitusjánni.

„Sett verða upp upplýsingaskilti við fjörur í nágrenni hreinsistöðvarinnar ef neyðarlúga er opin svo fólk haldi sig fjarri sjónum. Í framhaldinu verður fylgst með fjörum og þær hreinsaðar ef á þarf að halda,“ segja Veitur.

„Losun skólps í sjó í skamman tíma hefur ekki varanleg áhrif á lífríkið og örverur í skólpi lifa einungis örfáar klukkustundir í sjónum. Rusl í skólpinu er stærra vandamál. Það velkist um í sjónum og getur skolað upp í fjörur, öllum til ama. Fólk er því enn og aftur minnt á að ekkert á að fara í klósett nema líkamlegur úrgangur og klósettpappír. “

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert