Ný stjórn ASÍ-UNG kjörin

Ástþór Jón Ragnheiðarson var í dag kjörinn formaður ASÍ-UNG.
Ástþór Jón Ragnheiðarson var í dag kjörinn formaður ASÍ-UNG. Ljósmynd/ASÍ

Ný stjórn ASÍ-UNG var kjörin í dag á þingi á vegum samtakanna á Hotel Natura. 

„ASÍ-UNG eru samtök ungs fólks innan verkalýðshreyfingarinnar sem sér til þess að hagsmunamál ungra Íslendinga á vinnumarkaði séu ávallt á dagskrá Alþýðusambandsins,“ segir í tilkynningu frá samtökunum.

Fyrsti fundur stjórnarinnar var haldinn í kjölfar þingsins en þar var Ástþór Jón Ragnheiðarson kjörinn formaður og Þorvarður Bergmann Kjartansson var kjörinn varaformaður.

Nýkjörna stjórn skipa:

  • Ásdís Helga Jóhannsdóttir, AFL.
  • Ástþór Jón Ragnheiðarson, Verkalýðsfélag Suðurlands.
  • Guðmunda Steina Jósefsdóttir, Framsýn.
  • Inga Fanney Rúnarsdóttir, Verkalýðsfélag Grindavíkur.
  • Jón Unnar Viktorsson, Verkalýðsfélag Grindavíkur.
  • Ólöf Helga Adolfsdóttir, Efling.
  • Sindri Már Smárason, AFL.
  • Svanfríður Guðrún Bergvinsdóttir, Verkalýðsfélag Vestfirðinga.
  • Þorvarður Bergmann Kjartansson, VR.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka