Samtökin Móðurmál styrkt

Óttarr Ólafur Proppé, sem leiðir stýrihópa um málefni barna á …
Óttarr Ólafur Proppé, sem leiðir stýrihópa um málefni barna á flótta og barna af erlendum uppruna, stjórn Móðurmáls og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Mennta- og barna­málaráðuneytið hef­ur styrkt sam­tök­in Móður­mál um 15 millj­ón­ir króna og er styrk­ur­inn liður í aðgerðum stjórn­valda vegna barna á flótta og af er­lend­um upp­runa.

Kem­ur þetta fram í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins en Móður­mál eru sam­tök um tví­tyngi sem kenna móður­mál önn­ur en ís­lensku og styðja við og taka þátt í rann­sókn­um á virku tví­tyngi í sam­fé­lag­inu. Hafa sam­tök­in boðið upp á kennslu fyr­ir fjöltyngd börn á yfir 20 tungu­mál­um all­ar göt­ur síðan 1994.

Seg­ir enn frem­ur af því í til­kynn­ing­unni að fyrr í vik­unni hafi mennta- og barna­málaráðuneytið lokið út­hlut­un styrkja til sveit­ar­fé­laga vegna mót­töku barna á flótta en þeir voru veitt­ir tíma­bundið til að styðja við fjöl­breytt tóm­stunda- og mennt­unar­úr­ræði fyr­ir börn­in auk und­ir­bún­ing skóla­starfs hausts­ins.

Ánægju­legt að sjá viðbrögð sveit­ar­fé­laga

Er eft­ir­far­andi haft eft­ir Ásmundi Ein­ari Daðasyni, mennta- og barna­málaráðherra, í til­kynn­ingu Stjórn­ar­ráðsins:

„Hug­mynd­in með stuðningn­um var ekki ein­göngu að gera sveit­ar­fé­lög­um kleift að taka á móti aukn­um fjölda barna á flótta held­ur einnig að stuðla að virkri þátt­töku þeirra í sam­fé­lag­inu og brúa bilið þar til þau kom­ast í skóla. Það var ánægju­legt að sjá viðbrögð sveit­ar­fé­lag­anna sem buðu börn­un­um upp á fjöl­breytta dag­skrá í sum­ar. Leggj­umst öll á eitt við að tryggja far­sæld þess­ara barna.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert