Félag kvenna í sjónvarps- og kvikmyndagerð á íslandi (WIFT) fordæmir frestun á fyrirhugaðri uppbyggingu kvikmyndaiðnaðarins og niðurskurð til kvikmyndamiðstöðvar.
Óttast félagið að niðurskurður til kvikmyndaiðnaðaris í nýju fjárlagafrumvarpi muni koma til með að bitna á stöðu kvenna í geiranum. Ef núverandi tillögur ná fram að ganga sé ljóst að framleiðsla muni dragast saman á næstu árum.
Skorar stjórn WIFT á ríkisstjórnina að endurskoða tillögur um fjármagn til kvikmyndagerðar og tryggja þannig áframhaldandi uppvöxt fyrir allt íslenskt kvikmyndagerðarfólk.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
„Það vekur undran að skera niður þegar nýbúið er að leggja fram Kvikmyndastefnu til næstu 10 ára, setja á fót háskólanám í kvikmyndagerð í Listaháskólanum og setja upp nýjan fjárfestingasjóð fyrir sjónvarpsþáttagerð,“ segir í tilkynningu félagsins.
Þar kemur jafnframt fram að loforð um bjarta framtíð í nýrri stefnumótun kvikmyndaiðnaðarins til 2030 hafi hljómað vel en tillögur í nýju fjárlagagrumvarpi gangi þó þvert á þá stefnu.
„Stjórn WIFT skorar á ríkisstjórn íslands að endurskoða tillögur um fjármagn til kvikmyndagerðar, samþykkja ekki fjárlagafrumvarpið í óbreyttri mynd og tryggja þannig áframhaldandi uppvöxt fyrir allt íslenskt kvikmyndagerðarfólk.“