Þriðji þáttur Ertu viss?, spurningaþáttar mbl.is, fór í loftið í gærkvöldi.
Þátttaka fór fram úr björtustu vonum og keppnin hörð um vinningana, sem voru ekki af verri endanum.
Rikard Thorstensen hlaut þátttökuverðlaun í þetta skiptið, Samsung Galaxy book 2 pro 360-tölvu. Þá varð Berglid Ósk Alfreðsdóttir Ertu viss-meistarinn þessa vikuna, þar sem hún svaraði oftast rétt og var fljót að því. Fékk hún Samsung Galaxy Z Flip 4-síma í sinn hlut fyrir glæstan sigur.
Gestastjórnandi í gærkvöldi var enginn annar en þjóðargersemin Þórhallur Sigurðsson, betur þekktur sem Laddi.
Hann kom þó ekki mikið við sögu þar og var leystur frá störfum snemma í þættinum líkt og lesa má nánar um á mbl.is.