Þrír eru slasaðir eftir umferðarslys á Snæfellsnesvegi norður af Borgarnesi á þriðja tímanum í dag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Var einn hinna slösuðu fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann eins og mbl.is greindi frá undir kvöld.
Lögregla lokaði veginum rúmar þrjár klukkustundir vegna slyssins og stendur rannsókn á tildrögum þess nú yfir að sögn lögreglu.