Veitur biðjast afsökunar

Veitur segja að gagnrýnin á framkvæmdir þeirra í Vesturbænum sé …
Veitur segja að gagnrýnin á framkvæmdir þeirra í Vesturbænum sé réttmæt. Facebook/Veitur þjónusta

Veitur sendu frá sér afsökunarbeiðni til Vesturbæinga á Facebook hópnum „Vesturbærinn“ í dag vegna framkvæmda á gatnamótum Framnesvegar og Hringbrautar.

Þar segir að töluverð óánægja hafi gætt meðal íbúa með framgang framkvæmdanna og umgjörð þeirra.

„Gagnrýnin er réttmæt, verkið hefur tafist fram úr hófi og aðstæður ekki verið til fyrirmyndar á verkstað. Við biðjumst afsökunar á því,“ segir í afsökunarbeiðninni.

Þar segir einnig að starfsfólk Veitna hafi síðustu daga gert sitt besta til að laga aðstæður en nú sjái fyrir endann á verkefninu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert