Afla upplýsinga um vitni að árásinni

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn.
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hluti af því sem miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar sækist eftir í tengslum við hnífstunguárásina við Sprengisand er að afla upplýsinga um hvort hugsanleg vitni hafi verið að árásinni eða aðdraganda hennar. 

Þetta segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is.

18 ára piltur var stunginn þrisvar sinnum með hníf í undirgöngum við Sprengisand í Reykjavík á miðvikudaginn. Árásarmaðurinn hefur verið yfirheyrður en hann hefur verið úrskurðaður í síbrotagæslu til 12. október. Pilturinn mun ekki vera í lífshættu. 

Lögreglustöðin við Hverfisgötu.
Lögreglustöðin við Hverfisgötu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Grímur kveðst ekkert geta gefið neinar upplýsingar um atburðarásina að svo stöddu eða hvers konar hnífur var notaður við árásina. Yfirheyrslur eru í gangi, auk þess sem verið að safna gögnum.

„Hún heldur áfram þessi rannsókn með þessum formerkjum, að reyna að komast að því hvað gerðist og klára málið,“ segir Grímur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert