Aðalfundur Pírata fer fram í dag frá kl. 10 til 18. Verður þar rædd framtíð flokksins en einnig fortíðin, samkvæmt tilkynningu frá flokknum, en í ár fagnar hann tíu ára afmæli.
Kosið verður í framkvæmdastjórn Pírata en einnig í öðrum ráðum og nefndum í innra starfi flokksins. Auk þess munu sveitarstjórnarfulltrúar og þingflokkur Pírata flytja kynningar um starfsemi sína. Að erindum þeirra loknum verður opnað fyrir spurningar frá áhorfendum.
Hér má fylgjast með steymi frá fundinum: