Fundur fólksins heldur áfram í dag en opnunarhátíðin var í gær. Tilgangurinn með viðburðinum er að skapa vandaðan vettvang þar sem boðið er til samtals milli almennings, stjórnmálafólks og frjálsra félagasamtaka, þar sem lýðræði og opin skoðanaskipti eru leiðarstefið.
Fundur fólksins er sjálfstæð hátíð og ekki tengd neinum hagsmunaöflum.
Á dagskrá hátíðarinnar í ár eru meðal annars viðburðir sem fjalla um áhrif barna og ungmenna á stefnumótun í loftslagsmálum, sjálfbær og örugg matvælakerfi, íbúalýðræði og starfsumhverfi almannaheillasamtaka, að því er kemur fram í tilkynningu.
Hér má fylgjast með beinu streymi bæði frá Norræna húsinu og frá Grósku:
Gróska lau 17. sept from Norræna félagið on Vimeo.