Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, sækist eftir því að verða ritari flokksins. Frá þessu greinir hún á Facebook-síðu sinni.
Kosning til forystu Sjálfstæðisflokksins fer fram á landsfundi flokksins þann 4. nóvember. Enginn annar en Bryndís hefur gefið kost á sér í embætti ritara. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, varaformaður flokksins og utanríkisráðherra, sækjast bæði eftir endurkjöri.
„Ég tel að reynsla mín af vettvangi sveitastjórna og þings nýtist vel í þessu mikilvæga embætti. Yfir 100 sveitarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja í sveitarstjórnum um land allt og er mikilvægt að tengja þetta öfluga fólk betur við forystu flokksins og starfið á landsvísu,“ skrifar á Bryndís á Facebook, en hún hefur sextán ára reynslu úr sveitarstjórnarmálum.
„Enginn flokkur á jafn öfluga grasrót og Sjálfstæðisflokkurinn og vil ég leggja mitt af mörkum við að starfa enn meira með grasrótinni og efla enn frekar kröftugt sjálfstæðisfólk sem brennur fyrir bættum lífsgæðum,“ skrifar Bryndís enn fremur.
Ég gef kost á mér til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins og fer kosning fram á Landsfundi flokksins þann 4. nóvember....
Posted by Bryndís í stjórnmálum on Laugardagur, 17. september 202