Erlingur nýr forseti Uppreisnar

Erlingur var kjörinn á fundi hreyfingarinnar í kvöld.
Erlingur var kjörinn á fundi hreyfingarinnar í kvöld. Ljósmynd/Aðsend

Erlingur Sigvaldason kennaranemi er nýr forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Var hann kjörinn á landsfundi hreyfingarinnar í dag. Erlingur var einn í framboði til forseta.

„Ég er mjög spenntur fyrir komandi vetri. Markmiðið er að leggja áherslu á að stækka innra starfið enn þá meira,“ segir Erlingur í samtali við mbl.is.

Erlingur hefur verið í Viðreisn síðan árið 2018 og skipaði 6. sæti á lista flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum.

Í stjórn Uppreisnar voru kjörin:

Forseti: Erlingur Sigvaldason
Varaforseti: María Ellen Steingrímsdóttir
Ritari: Natan Kolbeinsson
Gjaldkeri: Árni Þorberg Hólmgrímsson
Kynningarfulltrúi: Emma Ósk Ragnarsdóttir
Viðburðastjórnandi: Draumey Ósk Ómarsdóttir
Alþjóðafulltrúi: Gabríel Ingimarsson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert