Niðurskurðurinn hafi „alvarlegar afleiðingar“

Við tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Broti, sem sýnd var á RÚV …
Við tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Broti, sem sýnd var á RÚV og Netflix. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) gagnrýnir boðaðan niðurskurð til kvikmyndaiðnaðarins í fjárlagafrumvarpi.

„Niðurskurðurinn sem boðaður er til kvikmyndasjóða í frumvarpi til fjárlaga 2023 nemur 433 milljónum króna og mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir framleiðslu verkefna sem eru þýðingarmikil í listrænu og menningarlegu sambandi,“ segir í tilkynningu frá SÍK.

Stjórn SÍK segidy í tilkynningunni harma niðurskurð til kvikmyndaiðnaðarins í fjárlögum og segir að hann gangi þvert gegn kvikmyndastefnu stjórnvalda til ársins 2030.

Niðurskurðurinn sem boðaður sé muni hafa þær afleiðingar í för með sér að færri kvikmyndaverk verði framleidd og sérstakur styrkjaflokkur vegna gerðar sjónvarpsþátta muni ekki líta dagsins ljós.

Anton Máni Svansson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðanda.
Anton Máni Svansson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðanda. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert