Níu milljóna vinningur gekk ekki út

Enginn vann fyrsta vinning upp á 9.256.910 krónur þegar dregið var út í lottó í kvöld.  

Þá vann heldur enginn annan vinning en hann stóð í 424.620 krónum.

Það fékk heldur enginn 5 réttar jókertölur í réttri röð en fimm heppnir voru með fjórar réttar í réttri röð og fékk hver um sig 100.000 krónur.

Einn miði var seldur í Happahúsinu, Kringlunni, einn í lottó appinu, einn á Lotto.is og tveir voru í áskrift.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert