Sögð hafa ráðist á dreng og sparkað í hann

Lögreglan að störfum í miðbæ Reykjavíkur.
Lögreglan að störfum í miðbæ Reykjavíkur. mbl.is/Ari

Tvennt var sagt hafa ráðist á dreng og sparkað í hann. Voru þau farin af vettvangi þegar lögreglan kom á vettvang.

Engar frekari upplýsingar voru um málið, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki kemur heldur fram hvar í Reykjavík árásin var gerð eða hvenær.

Grunuð um líkamsárás

Stúlka var vistuð í fangageymslu grunuð um líkamsárás. Engar upplýsingar voru um meiðsli þess sem varð fyrir árásinni en viðkomandi var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Maður var til vandræða á skemmtistað. Dyraverðir voru með hann í tökum þegar lögreglan kom á staðinn. Manninum var komið heim til sín.

Í umdæmi lögreglunnar á Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ var maður vistaður í fangageymslu eftir innbrot og þjófnað.

Einnig var drengur í annarlegu ástandi vistaður í fangageymslu grunaður um líkamsárás og fleira. Barnavernd var látin vita, en drengurinn er ekki orðinn 18 ára og því ekki sakhæfur.

Í umdæmi lögreglunnar í Kópavogi og Breiðholti voru afskipti höfð af tveimur eftir að þeir gátu ekki greitt fyrir leigubíl. Þeir verða kærðir fyrir fjársvik.

Í umdæminu í Hafnarfirði og Garðabæ var tilkynnt um skemmdarverk á bifreið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert