Störfum á vegum ríkisins fjölgaði um 1.238 stöðugildi á síðasta ári, og nemur fjölgunin um 5,3% á milli ára. Er þetta mesta fjölgun á stöðugildum hjá ríkinu sem átt hefur sér stað frá því að Byggðastofnun hóf að greina fjölda ríkisstarfa.
Samkvæmt nýrri skýrslu Byggðastofnunar átti mest fjölgun stöðugilda sér stað hjá Landspítalanum, ISAVIA, Háskóla Íslands, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.