Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og Eliza Reid forsetafrú halda á morgun til Lundúna og taka þar þátt í dagskrá vegna andláts Elísabetar II. Bretadrottningar.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands.
Á sunnudagskvöld býður Karl II. Bretakonungur til móttöku í Buckinghamhöll. Daginn eftir fer útför Elísabetar II. Bretadrottningar fram frá Westminster Abbey.
Að henni lokinni sækja forsetahjónin móttöku utanríkisráðherra Bretlands í Church House við Dean’s Yard í Westminster.
Forsetahjónin fljúga aftur til Íslands á mánudagskvöld.