Spáð er suðaustlægri eða breytilegri átt í dag og þremur til átta metrum á sekúndu.
Léttir smám saman til norðanlands í dag, en annars verður víða skýjað með köflum og líkur á smáskúrum á Suðaustur- og Austurlandi.
Vaxandi suðaustanátt verður með suður- og suðvesturströndinni í kvöld, suðaustan 8-15 m/s verða þar í nótt og á morgun.
Skýjað verður og dálítil súld í fyrramálið. Fer að rigna eftir hádegi en áfram verður þurrt og bjart norðan og austanlands. Hiti verður á bilinu 5 til 12 stig, mildast á Suðurlandi.