Alger útrýming áfengisnautnarinnar

Keflvíkingar sögðu áfenginu stríð á hendur árið 1952.
Keflvíkingar sögðu áfenginu stríð á hendur árið 1952. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Það má vera lýðum ljóst, að áfengisbölið er ein hin þyngsta ógæfa, sem þjakar þjóðir heimsins. Það er viðurkennt af sumum hinum merkustu leiðtogum þjóðanna, að jafnvel á ófriðartímum hafi áfengisbölið valdið stórum þjóðum meiri hnekki en sjálfar styrjaldir.

Ýmsar af hinum þekktustu menningarþjóðum horfa nú fram á geigvænlegt hrun mannslífa og menningarverðmæta af þessum sökum. Ekkert nema markviss barátta fyrir bindindi og algerri útrýmingu áfengisnautnarinnar megnar að stöðva það válega flóð, sem ógnar allri menningu mannkynsins.“

Þjóðin ekki sloppið ósködduð

Með þessum ávarpsorðum sendi fjölmennur fundur bindindismanna og áhugamanna um baráttu gegn áfengisböli íslensku þjóðinni kveðju en hann var haldinn í Keflavík 14. september 1952. Fundarstjóri var Sveinn Sæmundsson yfirlögregluþjónn.

Fundarmenn voru þeirrar skoðunar að hin íslenzka þjóð (sem þá var að sjálfsögðu með zetu) hefði ekki sloppið ósködduð frá herverkum áfengisneyzlunnar. Árlega sóaði hún verðmætum gjaldeyri fyrir áfengi og aðrar nautnavörur, einstaklingarnir eyddu á ári hverju mörgum tugum milljóna króna til áfengiskaupa.

Nánar er fjallað um þennan ágæta fund í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert